Pages

Sunday, January 31, 2021

Sunnudagar til matar

Ísinn smakkaður til

Fjölskyldur hittast eða hittast ekki. Mín stórfjölskylda hefur stundum verið dugleg að hittast en stundum ekki. Ragnhildur ákvað að gera eitthvað í málinu og ákvað að boða til vikulegs sameiginlegs snæðings. Hvert sunnudagskvöld skyldi haldið í Fagrahjallann. Fer vel af stað þó vikulega hafi líklega verið dálítið mikið þar sem það er dálítil fyrirhöfn að þó ekki nema tvöfalda eða hér um bil fjölda fólks í mat. Erum búin að fara tvisvar og kannski verður þetta mánaðarlegt eða á tveggja vikna fresti. Í öllu falli allt betra en ekkert. Prik til Ragnhildar og Fagrahjallans.

No comments:

Post a Comment