Pages

Tuesday, August 30, 2005

Dularfulla sokkahvarfið

Það er lýst eftir einfættum banditta. Það hefur einhver brotist inn til mín reglubunduð undanfarna 36 mánuði og tekið einn sokk ófrjálsri hendi svona á að giska einu sinni í mánuði síðustu þrjú árin.

Það er reyndar ekki alveg öruggt að viðkomandi banditti sé einfættur. Hann gæti reyndar líka verið á tveimur fótum en þá er hann auðþekktur á ósamstæðum sokkum.

Ef þú rekst á einhvern sem er t.d. í einum sokk með mynd af Mr Bean en Andrés önd á hinum þá er viðkomandi nokkuð sennilegur. Eins ef þú mætir einhverjum einfættum í köflóttum sokk með mynd af héra á hjóli þá mættir þú hafa samband við mig hið snarasta.

No comments:

Post a Comment